Vörur

Æðardúnssængur

Æðarból sf. lætur sauma dúnsængur eftir pöntunum viðskiptavina. Félagið er í samstarfi við aðila sem hafa mikla reynslu og þekkingu á framleiðslu á sængum og öðrum vörum sem innihalda æðardún. Misjafnt er hvaða stærð viðskiptavinir kunna að óska eftir, en helstu stærðir eru 200X220, 140X220, 140X200, 100X140 og 80X100. Öll mál eru í cm. Þá er misjafnt hvað óskað er eftir miklum dún í sængurnar, en algengt er á Íslandi að 1 kíló af dún fari í sæng af stærðinni 140x200 cm.

 

Æðardúnn

Allur æðardúnn sem Æðarból sf. framleiðir og ekki fer í dúnsængur eða aðrar vörur, er seldur erlendis. Helstu viðskiptalönd eru Þýskaland og Japan. Hægt er að kaupa hreinsaðan æðardún af félaginu, allt niður í hálft kíló. Vinsamlega hafið samband ef áhugi er fyrir því að kaupa æðardún.

 

Hafa samband

Hafir þú áhuga á að versla æðardún eða vörur framleiddar með æðardún getur þú haft samband á netfangið midfjordur@gmail.com.

is_ISÍslenska
Scroll to Top